Mig hefur alltaf alngað til þess að verða rithöfundur. Mig langar til þess að vera svoan umdeildur rithöfundur. Semja serstök ljóð sem enginn skilur neitt í :P vera talin skrítin og allt það.
Hér kemur eitt ljóð sem ég samdi um daginn. Það tók mif tvær mínútur eða svo að semja það og ég veit að það er ekkert voða gott enda er ég ekki stórskáld EN…ekki koma með nein skítköst eða svoleiðis…Góða skemmtun við lesturinn :P


Loftið umlykur mig,
Allt er svart,
Hlýtt er hér,
En ekki glóru ég sé,
Hvar skyldi ég vera,
Ætli ég sé úti og það sé nótt?
Eða er ég inni og þarf að kveikja ljós?
Ég er ekki með kerti né kveikjara.
Hvar er allt fólkið?
Yfirgaf það mig?
Hvar eru mamma og pabbi?
Eða systkini mín?
Fóru þau frá mér eða strauk ég?
Ég evit ekki neitt,
Skil ekkert,
Finn ekkert.
Hvar er fallega ljósið?
Ég vil samt ekki sjá það.
Það er ekki fallegt lengur.
Ég þreifa um.
Ég er í þröngum klefa.
Ég reyni að leita að vösunum á úlpunni minni.
En ég finn ekki úlpuna.
Ég finn ekki fyrir neinu.
Ég heyri ekkert, sé ekkert.
Ég er innantóm.
Innantóm af hverju?
Spurningar flæða um huga minn.
En ég finn ekki hugann.
Ætli ég hafi týnt honum?
Hvar er allt góða sem ég hugsaði eitt sinn um?
Hvar er lífið sem ég átti?
Er ég kannski dáin?
Þá rifjast allt upp.
Ég man að ég stóð á stól.
Fyrir ofan mig var stór, sterklegur krókur.
Á króknum hékk reipi.
Það var búið að binda einhvern hnút á reipið.
Svo var gat í reipinu passlegt fyrir höfuð mitt.
Ég setti reipið um háls minn.
Ýtti svo stolnum í burtu.
Ég kafnaði, kyrktist eftir smá stund.
Þvílík kvöl, þvílíkur sársauki.
Svo varð allt svart.
Ég vaknaði hér.
Veit ekki hvar ég er.
Ég ligg bara kjur.
Ég rís upp.
Ahh.
Þarna eru tré, blóm og krans.
Ég stend alveg upp og geng afram.
Ég fer í gegnum einhverja kistu.
Fólk gengur framhjá mér í náttmyrkrinu.
Það heilsar mér.
Fólkið er gegnsætt.
Hvað er þetta?
Er ég dáin?
Er ég orðin að draugi?
Ég lít á búk minn.
Hann er gegnsær.
Ég geng að húsinu mínu.
Ég sé pabba og mömmu grátandi úti í glugga.
Systkini mín eru líka grátandi.
Þau sakna mín líklegast.
En svo sé ég að þau eru ekki grátandi.
Þau hlæja.
Af hverju skildu þau vera að hlæja?
Sakna þau mín ekki?
Eg geng í gegnum útidyrahurðina,
Og inn í herbergi til þeirra.
Ég stend beint fyrir framan þau.
Ég stend fyrir framan sjónvarpið.
Þau stara beint á mig, í gegnum mig,
Á sjónvarpið.
Það er grínþáttur í sjónvarpinu.
Þau eru glöð.
Þau sjá mig ekki.
Mér finnst þau fjarlægjast mér.
Þau hverfa úr augnsýn minni.
Allt í einu ligg ég í rúminu mínu.
Ég vakna upp með andfælum.
Mamma situr hjá mér og stríkur ennið mitt.
Ég faðma hana að mér.
Ég spyr: mynduð þið hlæja ef ég dey?
Mamma horfir hissa og gengur í burt.
Ég fer fram.
Þar eru mamma og pabbi.
Þau gráta.
Af hverju gráta þau?
Þá sé ég,
Ég sé systur mína.
Systir min hengur,
Hún hengur í stofunni.
Ég trúi þessu ekki.
Skyldi mig hafa dreymt að ég væri systir mín?
Hvað á þetta að þýða.
Nokkrum dögum seinna er systir mín jarðsett.
Við förum heim eftir skemmtilega veislu.
Við setjumst um kvöldið með popp og kók.
Við sitjum í stofunni og horfum á sjónvarpið.
Við horfum á grínþátt í sjónvarpinu.
Við hlæjum.
Hlæjum dátt.
Hlæjum eins og ekkert hafi gerst.
Þá sé ég.
Ég sé systur mína.
Hún stendur fyrir sjónvarpinu.
En ég sé samt sjónvarpið.
Hvað er að ske?
Dó hún ekki?
Eða er þetta vofa hennar.
Ég fæ víst ekki að vita það.
Systir mín stingur mig beint í hjartað,
Stingur mig með búrhníf.
Nú ligg ég aftur í gröfinni.
Rétt eins og í draumnum.
Við hliðina á mér liggja mamma og pabbi.
Systir mín horfir ofan í gröfina okkar og ullar á okkur.
Hvernig gat hún gert okkur þetta?

Aqulera