Næringarrætur leikur um moldardeigið,
jarðefni er blómsins lifibrauð.
Í blómakrónu situr kornalegið,
rósin blómstrar eldsins rauð.

Í moldarstóð eru ei rósarætur einar,
yfir rósabeði rís holdgóður hlyn,
greinar sínar til himins teygir,
blómin hafa eignast vin.

Sterkur er trjárins viður,
fyrir gustum það rósir ver,
en stormur við blasir, því miður
og í hlyn, vin, hans burðarsin sker.

Nú til jarðar fellur tröllvaxta tré,
fellur með sér veikburða blóm,
dregur með sé fegurðarfé,
eftir verður moldin tóm.



Þetta ljóð er soldið úr stíl við hin ljóðin mín, ég hef sjaldan rímað áður og í raun finnst mér sjálfum það voðalega kraftlaust, en ég baglaðist við það í soldinn tíma svo að ég læt það bara koma.
PS: ég ætlaði upprunalega að tala um kaktus sem hefði verið mun líkara mínum hráa ljóðskap. annars þá held ég að rósir séu laukjurtir og hafa ekki rætur, en þar sem ég er ekki mikill garðyrkjugaur gat ég ekki ímyndað mér neitt fallegt blóm sem hefði í raun rætur. ;)
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey