Ást mín skín í gegn um þig
Svo sterkt að hún bræðir þig,
Það koma ljósir deplar í gegnum þig
svo skærir að þeir lýsa þig.

En samt ertu bráðinn af ást minni
og samt lýsir ást mín í gegnum þig,
bræðir þig og brennir í tætlur
svo litlar að þú sést ekki.

Þú ert horfið í hyldýpi ekkerts
svo djúpt í hyldýpið að þú ert ekki til
og mér er það að þakka , og ást minni,
á þér, sem bræddi þig.

Takk fyrir innilega. Ég skrifaði þetta ljóð 9. mars ´04 þegar ég lá í rúmminu og var að hugsa um hvernig það komu ljósdeplar í gegnum Tom Riddle þegar Harry stakk dagbókina með tönninni, en það var bara hatur, en þetta er bara ást. Segið mér hvað ykkur finnst… Helst bara góða hluti.. (En auðvitað verða að koma slæmir líka…:)