Ágætt ljóð, en það eru nokkur atriði sem mig langar til að draga fram.
Í fyrstu línu ertu með stuðlun, ég geri sjálfkrafa ráð fyrir þá að ljóðið sé stuðlað og það stingur mig í augun að svo sé ekki.
Fínt táknmál. Sölnuðu laufin, greinar, vindur, vor…. allt mjög einfalt og stílhreint.
Ein spurning þó: Er vindurinn eineygður eða er þetta auga frábrugðið hinu?
Gaman að sjá hvernig þú spilar saman andstæðum. Vor - haust (sölnuðu laufin)
Vor hefur oft verið tákn um líf, endurnýjun á meðan haustið er hnignun, einskonar dauði…
Nýtt líf fæðist í dauða.
Er þetta kadlhæðið? Ég er ekki viss um ég myndi skilja það sem svo, þó að margt bendi til þess. Það er ákveðin tónn í þessu sem auðveldar manni þann skilning, en á móti bendir myndmál og notkun tákna til einhvers sem er æðra og dýpra en kaldhæðni. Undir þessu er ákveðin drama sem svífur inn á hug manns, eftir að hafa glott við fyrsta lestur…. við þann þriðja skilst manni að hér logar undir, líf í dauða…..