Harry Potter lifir enn

Harry er hér og Harry er þar
nafnið heyrist allsstaðar.
Komdu inn um gluggann minn
og líttu í spegilinn.

Þar er allur sannleikurinn
sagan er um hinn.
Hann er illræmdur og sjálfspíning
hér kemur fyrir sann smá hýðing:

Hann leit sitt fyrsta dagsins ljós
sem ég kalla mikið hrós,
að leggja á sig ferðalag
um hinn erfiða lífsins veg.

Hann sá ei sína framtíð sjálfur
að Voldemort yrði´ann hálfur.
Þá eiginleika meina ég
þótt sannsögult ei þetta er.

Foreldrar Harrys dóu fljótt,
sinn dauðadag fengu skjótt.
En Harry Potter lifði af,
þá hinn myrki herra, sökk í dauða haf.

Nú er Harry ellefu ára
og marga daga átti'ann sára.
En bréf frá Hogwardsskóla fékk'ann
þá Dumbledore inn vildi tékk'ann.

Í skólann fór hann alveg nýr
þótt ævi hans væri ei skýr.
Allir litla Harry þekktu,
og ei sér yfir honum svekktu.

Þar barðist hann upp á líf og dauða,
um hinn forna viskustein rauða.
Prófessor Quirrell svikari var
og já, í Hogwardsskóla hann fannst víst þar.

Á öðru ári hann betur þekkti
sjálfan sig og upp sig trekkti ,
því Voldemort vel hann merkti
sem fórnarlamb sitt hér.

Hann leysti stóran leyndardóm
með miklum brag og sóma,
og Brazelíuslangan langa
við dauða sinn varð að stranda.

Á þriðja ári fréttir fékk'ann
um guðföður sinn Sirius léttan.
En hann strauk frá Azkaban
svo oft sér breytti í hundaham.

Er fjórða árið í garðinn gekk
hann mikið áfall á sig fékk.
Eldbikarinn var lykilbrot
og Cedric gekk í dauðans op.

Martraðirnar fékk'ann margar
hann þeim eigi getur fargað,
sár í sálu og niðurlæging
herra Corneliusi ei nægði.

Fimmta árið í skólanum þá,
hann hvergi gat sig látið sjá,
sagður var genginn af göflunum
þá fyrst hjá galdramálaræflunum.

En það var leyniregla
eiginlega Voldemorts vegna,
honum varð að hegna
allra þessara dánarfregna.

Svo kom hinn sanni sannleikur í ljós
og Cornelius færði'onum hrós
hann var ei lengur þessi sjúki bavíani
heldur orðinn að engla-svani.

En Sirius um dauðaopið féll,
Harrys hjarta lokaðist með skell.
H ann fékk að vita annað leyndarmál
sem særði djúpt hans viðkvæmu sál.

En lengra verður ekki haldið
þið nú bara í móann maldið,
og hugsið um í margar aldir
hvað mun gerast næst.

Þetta ljóð gerði ég ó nóvember 2003. Og það tók mig heia kvöldstund að gera það.. En það hafðist..:) Vona að ykkur líki það