Fugl í búri
ó, hve syngur þú fagurt
og söngvar þínir
gleðja okkur menn
En ef þeir skildu
söngva þína
málleysingi minn,
vissu þeir að söngurinn er grátur,
sorgarljóð
um drauminn þinn
Drauminn um að
fljúga frjáls og feginn
um loftin fagurblá
og syngja fyrir heiminn
svo undurblítt
fugl í búri
ef þeir skildu
söngva þína
vissu þeir að búrið,
er fangelsi þitt
—
Birki og fura
Tré næturinnar
faðmast og kyssast
þótt annað sé birki
en hitt fura
Tré dagsins
þykjast ekki þekkast,
eitthver gæti séð til þeirra
Því annað er birki
en hitt fura
—
Fagra dýr
Fagra dýr
undur veraldar,
fegurð heimsins
geysla af þér.
Fullkomin
bygging líkama þíns,
litirnir,
og styrkurinn
Virðugleiki þinn
er þú hleypur,
sefur,
situr
Undrið
að þú skulir anda
hugsa og finna,
undrið að þú skulir sjá
Er sönnun
þess hve
pensill Guðs
málar fagrar myndir.
—
Ég sendi heim kveðju
Ég sendi heim kveðju
því ég veit þú saknar mín
Og bið að heilsa öllum
en þó sérstaklega þín
Fyrirgefðu mamma
að ég skildi ekki kveðja
þú mátt vita, að allt sem ég vil
er þig um stund að gleðja
Fyrirgefðu hvað ég fór fljótt
og skildi ykkur eftir sár og reið
það var aldrei áætlun mín
að gera ykkur svona leið
Stundum bara verður veröldin
of mikið fyrir eitt barn að bera
því var það ekki þér að kenna
það sem ég þurfti að gera
Ég sendi heim kveðju
því ég veit þú saknar mín
ég sakna þín líka,
mamma mín
—