að setja orð á borð og skrifa.
Kannski að yrkja um kött sem orðinn er blautur,
eða kannsku um baráttuna að lifa.
Ástin oft er vinsælt efni,
því ástin er hið besta mál.
Já, hef ég orðið ástfanginn af góðu konuefni,
en er ég of feiminn til að opna mína sál.
Og því stend ég hér og les,
því ljóðin eru mín besta tjáning.
Í ljóðin set ég mín innstu orð og upp ég les,
já nú vitið þið hver er mín æðsta þjáning.
Þá lýkur þessu ljóði hér,
um köttinn blauta og ástina fína.
Hér loka ég ljóðinu sem vera ber,
um baráttuna og tjáningu mína.
Höfundur, Twistu
:.Twistur.: