Himinblá augnalok
daðursleg brúnaljósin
rauðar varir
roðaðar í fórnfúsu blóði hans
leitandi hendur…


Grá morgunskíman
Einn maður vaknar einn
í tómu húsi
og fær sér fyrsta kaffibolla dagsins
í þögn