1. erindi: allt sagt, ekki dregin upp mynd. Með hækkandi sól er svolítið notað, það hefur ákveðna merkingu í huga manns, en myndin er ekki endilega af hækkandi sól, heldur frekar lóu eða laufblöðum, blómum að springa út osfrv.
2. erindi: Ágætt, barnsleg einfeldni í augunum…ágætt, sumarlegt á sinn hátt. Þessi skríkjandi ánægja sem fylgir sumri, stuttum pilsum, bjór á Austurvelli kl. 13 á föstudegi rétt á meðan verið er að ákveða hvort grill sé áhugaverðara en sundlaug.
3. erindi: mættir skera það betur í sundur, nota þankastrik, til að gefa lesandanum til kynna hvernig lesturinn á að vera. Örvænting eða gleði? Þessi uppsetning gefur hvorugt til kynna, það er ekki fyrr en maður les lengra að maður skilur.
4. erindi: snúa þessu við. Byrja á seinni tveimur og enda á 1. línu. Kemur betur til skila þessari tilfinningu.
5. erindi: Fínn endir. Loka ljóðinu. Fínt.
þarfnast meiri vinnu og gefa sér tíma til að nýta hugmyndaauðgina, sem einkennir annars önnur verk þín. Þú ert hæfileikaríkari en hér gefur að líta, þrátt fyrir ágæta spretti.