við markið ég stend
með útsýni yfir völlinn
Ég er aðeins strákur
sem á sér stóra drauma,
drauma um að spila fótbolta
Af hverju er ég svona öðruvísi?
Hví má ég ei spila?
Hví er Guð svona óréttlátur gagnvart mér?
Hugsanir upp kvikna
þegar boltin við stólinn minn stoppar
Bara ef ég gæti,bara ef það væri hægt
þá mundi ég standa upp,
sparka til þín boltanum
og setjast aftur niður
Afhverju er ég lamaður?
Afhverju eru fætur mínir bæklaðir?
Afhverju var ég svona skrítinn?
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"