Ég hef sent þetta ljóð inn áður þar var mér bennt á að vinna betur úr þessu sem ég hef gert nú og langaði að fá ykkar álit á þetta ljóð.
Þar sem ég vona að mér hafi tekist betur upp þetta skipti.



Uppsagnarbréf!!!

Í kvöld er myrkrið svo bjart
en hugurinn svo þungur
og hjartað lagði inn
uppsagnarbréf hjá yfirvöldum.

Þungur er farangur hjartans enn minning ein hugans,
hugans fyrsta bindi.
Með töskurnar fullar af sandi,
uppfullt af hjartnæmu gildi.

þung er sú byrði farangur hjartans,
með hinstu kveðju' hinn sofandi þræl,
töskurnar við hönd, kveður hjartað,
- Verið sæl…

Þungur er farangur hjartans enn minning ein hugans,
hugans fyrsta bindi.
Með töskurnar fullar af sandi,
uppfullt af hjartnæmu gildi.

Hjartað sagði upp þetta bjarta kvöld
og yfirvöld buðu betri og betri kjör,
en allt kom fyrir ekki,
fengu eingöngu neitandi svör.

Settist hugurinn þunglega niður
tilfinningarnar í einni þvögu,
vonsvikinn og reiður,
blótandi yfirvöldum fyrir lélega frammistöðu.
G