I.
Ég stóð í tvílitum skugga
og horfði á marglit ljósið
sveipað hvítu myrkrinu
og myrkrið var eins ástin
því það gleypti ljósið
og skildi mig eftir í litlausum skugga
eins og myrkur í myrkrinu
bíð ég í aflituðum skugga
og horfi á allt sem fram hjá mér þýtur
II.
Stundir, dagar, vikur, ár
allt líðu hjá
og alltaf ég bíð
nætur sem koma
dagar sem fara
allt sé ég í myrkrinu
en fæ þó ekki neitt
og aldrei kemur ljósið
III.
Ég skríð
inn um baðstofuglugga fortíðar
og horfi inn í framtíðina
það er steinn í vegi mínum
svo ég stanga steininn
en steininn hagast ekki
ég sting orðum mínum bundnum í vatn
í sprungur steinsins
og bíð eftir frosti
en það er þíða
IV.
Þurr skref í votri veröld
tekin ómeðvituð
að morgni hins rökkva dags
brunandi áfram í austur
fljúga fjólubláar hálfnótur
þessa tónlausa lags
og harmrauð sól rís
að stjörnulausu kvöldi
hins blákalda dags
V.
Tromur sem slá í takt
við fagnaðarerindi dauðans
þagn við fæðingu mína.
Meðan gítar sóló satans
syngur óð til guðana
og étur konu sína
dansar þú rangsælis í hringi,
í djörfum dískófíling
og finnur samvitund þína
VI.
Í rauðvíns glasi guðanna
synda syndugar sálir barna
og bíða sopans
í göfugri viðleytini
til að bjarga sjáfri þér
tekst þér að tóra
í gefandi munnvatn
hins nýfædda guðs
Vll.
Og nætur sem eru ekki til,
lifna við