Abigel!! Kommon stelpa! Þú getur mikið betur en þetta, það hefurðu sýnt og sannað fyrir löngu síðan. Í fyrsta lagi er orðaröðin brengluð hjá þér og brengluð orðaröð fer aldrei vel nema til að fella ljóð að tilteknum bragarhætti, semsagt til að þjóna hrynjandi, stuðlasetningu, rími o.s.frv. Í öðru lagi er ég ósátt við úrfellingakommurnar, mér finnst þær annars vegar allar óþarfar, þú ættir frekar að treysta lesandanum til að lesa ljóðið rétt án slíkra hjálpartækja og hins vegar notarðu úrfellingakommu í fjórða erindi til að fella brott ‘ir’ og það er hreinlega rangt, þú myndir aldrei tala svona, eins og gefur auga leið. Í þriðja lagi er stuðlasetningin, mér finnst hún reyndar ekki til sérstakrar prýði í ljóðinu, en það er sjálfsagt smekksatriði. En Abigel! Ef þú notar stuðla, hvort sem er á hefðbundinn hátt eður ei, þá notarðu þá rétt. Þú hlýtur að vita að st, sp og sk stuðla ekki saman… er það ekki annars? Í fjórða og síðasta lagi finnst mér að þú hefðir getað skorið allt ljóðið niður í örfáar línur, of mörg orð notuð til að koma svona einfaldri hugsun fram.
En jæja, vona að þú sért ekki sár :-*
Kv. H.