Obbobobb minn kæri. Lubbismi er sannarlega ekki samheiti yfir fyrirsjáanlegan aulahúmor. Hann er skemmtilegur, eða hann fellur allavega ágætlega að mínum smekk. En mér finnst þú betri þegar þú ert alvarlegur. Þetta ljóð hefði ekki orðið alvarlegt þótt ég hefði sagt þér þetta áður en þú sendir það inn, það fellur beint að lubbismanum. Við ræddum þetta ljóð út frá því hvaða orð myndu passa best inn í það á tilteknum stöðum og eins út frá titlinum, en ekki út frá flokknum sem það fellur í. Ég sagði ekki að þú værir ófrumlegur, mér finnst þú stundum vera fyrirsjáanlegur þótt þú sért alls ekki að fjalla um sömu hlutina, það er mikill munur þar á. Hitt er annað mál að mér finnst þetta ljóð vera mjög sætt og skemmtilegt. Sama má segja um flest þín ljóð þegar þau standa ein og sér. Það dregur hinsvegar úr ánægjunni við hvert og eitt ljóð, að vita fyrirfram að það endar á punchline. Þess vegna dettur mér í hug að það gæti verið sniðugt fyrir þig að gera þetta sjaldnar. Skilurðu mig núna?
P.s. Nei, ég á ekki eftir að skoða það, ég á eftir að rýna það, en hér er forsmekkur: mér fannst það yndislegt ;)