villast sálir þeirra undir eyðslusvalli
ekkert virðist geta losað þá úr böndum…
varir mynda grettur og glott í augum býr
graður axlarpúkinn í heimskan hugann snýr
“hvað er betra en að hafa fé í höndum…?”
engill sem að áður á öxlum mannsins sat
í hendingu flúði og hvarf í óséð gat
núna verður ekkert alltof mikill gróði…
aurinn sindrar gullinn í gráðugum augum
glötuð verður hinsta samúð úr hans taugum
stelur öllu léttu, slettir miklu blóði…
…
vítislogar sleikja votu sárin
vinda burt úr augum sýrutárin
Satan hafi sálu þína fjandi
sindrar hjarta þitt úr hörðum sandi…
tjaran lekur þykk í þínum æðum
þiggðu dvöl í Vítis dekkstu svæðum
nú þú getur naumast snúið aftur
njóttu restar lífs þíns ljóti raftur…
…
stoppi þykka hjarta þitt úr sandi!
þungt á huga hvíla þínir aurar
myrkur þiggi sálu þína fjandi!
líkt og aðrir ljótir græðgismaurar
lenda muntu brátt í Satans landi!
-Pardusinn-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.