Milan Kundera skrifaði í einhverri af bókunum sínum(en það er því miður alveg stolið úr mér hvaða bók það nú var) um þá furðulegu staðreynd, að þvert á það sem maður skyldi halda, þá virðist vera meira framboð af bókum í löndum þar sem “lítið sem ekkert gerist”(það er, lítið er um styrjaldir, fátækt, harðindi, byltingar ofl í þeim dúr) heldur en í löndunum þarsem eitthvað virkilega gerist(fátæktin, styrjaldirnar, harðræðisstjórnirnar, byltingarnar og það). Sem er frekar furðulegt því maður hefði einmitt haldið að fólkið í óstabílu samfélögunum hefði meira til þess að skrifa um heldur en hinir í hinum stöðnuðu samfélögum. Enn…jafnframt má svosem líka segja að þessar fáu bækur sem koma frá löndunum þar sem harðindin eru séu langt um betri heldur en allar hinar fjölmörgu bækurnar sem koma frá stabílu löndunum. Ég er nokkurnveginn sammála þessari fullyrðingu með “bad times = good books , good times = bad books” en það fer svosem eftir því hvernig á það er lítið. maður hefði haldið að “good times” væri ágætis tími fyrir alskyns bjartsýnisljóð og “vonarskrif”. en nú veit ég ekki. mér finnst þetta nokkuð nett ljóð, þrátt fyrir það að ég gæti alveg, hugsanlega, fræðilega kannski, þannig séð, tekið það til mín. ég meina, ég VEIT að stafsetningin mín er oft á tíðum frekar ömurleg og ég veit vel að ég þjáist af einhverskonar krónískri hljóðvillu eða einhverju í þá áttina. en samt, þrátt fyrir það finnst mér þetta nett ljóð. finnst þetta bara…bera smá sannleikskorn í sér. veit ekki. hef allavega ekkert út á þetta að setja. mjög gott bara. mjög gott.