Ég get nú ekki verið þekkt fyrir að sleppa þér svona auðveldlega. Þetta er náttúrulega nokkuð ‘safe’ útspil eftir hasarinn undanfarið en eitthvað hlýt ég að geta týnt til. Sár leka? Ég er að sjá fyrir mér bráðnandi klukkur Dalis, veit ekki hversu sátt ég er við þá mynd, finnst hún kannski ekki viðeigandi. 4. línan er falleg en helst til löng miðað við formið. Að síðustu talarðu um að e-ð, sem kemur ekki fram hvað er, hreinsi burt syndir síðasta sumars. Væntanlega áttu við regnið og vindinn, en þá þurfa nafnorðin að koma fram, restin er frumlagslaus. Annars vekurðu mikil hughrif með fáum línum og eins og ég hef sagt svo ótal oft áður þá er ég hinn versti sökker (úff, sletti ég aftur) fyrir slíku. Ég er hins vegar ósammála þeim hér að ofan sem sagðist ekki vera viss með ‘og svo…’ endurtekninguna, hún kemur mjög vel út. Mikil angurværð í þessum litla texta, hún skilar sér alla leið.
Reyndar felst í 1. línu bæði orðaleikur og myndhverfing, þar fyrir utan er ég að daðra við súrrealisma.
Sár, rauð ský leka yfir himin
getur líka verið
rauð ský, eins og sár, leka yfir himin
Myndhvörfin renna saman við persónugervingu, þetta býður af sér mynd af sólarlagi og skýjum á himni sem öðlast rauðbleikan blæ. Myndhvörfin eru því /Ský:sár/….hins vegar er persónugervingin /sár ský/ líka falin þarna. Uppsetningin leggur áherslu á myndhvörfin, en hvor skilningurinn sem er á rétt á sér.
Safe útspil? Kannski, en ég legg mig fram um að vinna mitt efni eins vel og ég mögulega get. Sýni það engum fyrr.
Þakka annars kærlega fyrir góð viðbrögð.
0