Ekki segja ‘hrópaði fögrum orðum’ heldur hrópaði fögur orð. Segðu frekar ‘upp til fjalla’. Ég er eitthvað ósátt við línuna ‘en hann dó á miðri leið’, myndi annað hvort vilja sjá að hann hefði villst af leið eða eitthvað myndrænna orðalag um dauða hans. Seinni hluti lokaerindisins finnst mér líka eitthvað skrítinn, þú talar um að biðja að þau berist og svo vona að þau fari ekki út um hitt. Væri ekki bara betra að sleppa ‘og vona’?
Eða eitthvað, ég veit ekki alveg. Að þessu skítkasti slepptu vil ég segja að ljóðið er svo fallegt, það hreyfði við mér, eins og þú gerir yfirleitt þegar þú ert alvarlegur.
Þetta er eins og afbrigði af Lubbisma, lokalínan er hnyttin og sniðug, en breytir ekki merkingu alls sem á undan kemur eins og í hinum hefðbundna Lubbisma. Ég er hrifin.