eftir sáran grát
sem stakk mig í hjartastað
meðan ég gekk um
og naut tára hennar.
Þetta kvöld himininn logaði
með reiðum neistum
og háværum látum
er þeyttust niður
í þyrstum hefndarhug.
Þögnin sem á eftir fylgdi
var þvingandi og sveimaði í loftinu
er ég gekk heim,
lokaði hurðinni
og læsti á eftir mér.
G