Hæ, Hildur!
Ég ætla aðeins að renna í gegnum þetta ljóð og benda á nokkur atriði sem eru ætluð þér til umhugsunar.
Upphafið er nokkuð gott, ágæt pæling, en þar hefði ég sett punkt á ljóðið. Það sem á eftir kemur bætir svo að segja engu við, sem þessar tvær setningar; titillinn og 1. erindi; segja. Persónulega tel ég ljóðið hefði orðið mu sterkara, víðtækara og vísa betur til lesandans og upplifunar hans en útskýringin sem á eftir kemur. Það þarf ekki að útskýra allt, ljóð eru ekki bandarískt sjónvarpsefni! Ég er ekki að segja það sem á eftir komi sé slæmt, heldur það sé pínu óþarft.
Næsta erindi byrjar á þremur sögnum í lýsingarhætti nútíðar. Nú er ég ekki mikill aðdáandi þess sagnháttar, sér í lagi í byrjun setninga. Áhrif frá ensku? Af hverju ekki bara venjulegan framsöguhátt? Hvers vegna að falla í þessa gryfju? Lýsingarhætti notar maður ef ekki er nein leið til annars og þegar setningarskipan kallar á þá. Hér er það ekki svo, því finnst mér þetta pínu óíslenskulegt.
endalaust myrkur….
Barátta sem aldrei var háð….
afsprengi vitfirtra hugar….
Æ, Hildur, þú ert nú frumlegri en þetta! Það má vera að þetta falli í ljúfan svörð hjá mörgum, en þessi lesandi kallar á eitthvað meira, kraft og tilgang. Ekki falla í þá freistni að nota það sem kom manni fyrst í hug. Reyna leita, finna nýjar leiðir til að nota tungumálið, nýtt myndmál, ekki vera í stöðnuðu og útjöskuðum myndum sem hafa verið notaðar svo oft áður.
Í 3. erindi hefði ég sleppt /hér/ og notað frumskóg án greinis, reynt að byggja meira á hinum dimma og kennileitalausa skógi, fremur en að vísa til ákveðins staðar, /hérsins/.
Þó ég hafi verið nokkuð gagnrýnin þá er ég ekki að segja að mér þykir ljóðið slæmt. Þess fremur býr í því mikil og djúp hugsun, en þarfnast meiri tíma og vinnu af hálfu höfundar til að ná að verða virkilega flott ljóð.
;)
Tmar
ps. Ég er búinn að kjósa.