Hljóðnaðu haf svo ég heyri
öskrin úr iðrum jarðar
þau kæfast kveinin og köllin
í róandi hljómlist frá þér.

Farðu til fjandans frelsi
sem tætti mig upp og tærði
finndu þér fórnir að handann
því hugur minn ekkert fer.

Jörðin skelfur og nötrar
djúp mín kalla á þig
ég heyri ekki í vindinum lengur
heyri ekki hrópið frá þér.

Þú hlustar svo sjaldan á hjalið
skilur varla mitt mál
verndar einungis barnið
sem bærist í minni sál.

Vandaðu kveðjuna vinur
veðjandi bið ég nú þig
orð sem er hvíslað í veðrið
hljóðnar í alsherjarbyl.
-Sithy-