Ég ástina fann
rétt hjá andapolli
ég á svelli nokkru rann
ég ekki á ísnum tolli.
En svo kom þessi fagra snót
hjálpaði mér á fætur
og sýndi mér smá blíðuhót
og sagði að ég væri svo sætur.
Við héldumst í hendur
á leiðinni heim
og töluðum um fjendur
sem ætti að senda út í geim.
Ástin kviknaði þessa nótt
við lögðumst undir sæng
og allt var rótt
ég var undir hennar væng.
Alla daga hún var mér hjá
við alltaf áttum góða daga
en hún farin er mér frá
og hérna endar þessi saga.