Jájá Hildur afhverju hélstu að ég væri á kafi í viðkomandi skáldi? Hef ég einhver tíman haldið því fram? Það er nokkuð augljóst að þú sækir vísunina í Stein en hvaðan?
Malbik:
Undir hundruðum járnaðra hæla
dreymdi mig drauminn um þig
sem gengur drauminn um þig,
sem gegnur eitt haustkvöld
í hljóðum trega
dúnléttum sporum
hinn dimmleita stig,
dúnléttum sporum veg allra vega
og veizt að ég elska þig.
Jú þarna hefur augljóslega beinu vísunina en það hættir ekki þar því mörg ljóð Steins snúast um ferðalega eða för um veg!! sem sagt lífið. Þar sem hann settur út á þá ferð manna sem feta hver í fótspor annara. (þetta með veginn eina hljómar mjög kunnulega nen kem því ekki alveg fyrir mig)
Gönguljóð:
Vér göngu í þéttsettri fylking á þrotlausum veginum
þúsundir fölleitra, þögulla manna…
Leiðarlok:
Að lokum eftir langan, þungan dag
er leið þín öll. Þú sezt á stein ýfir sviðið
og horfit skyggnum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn, endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
-Steinn Steinarr
Í áfanga
Ferðamenn
Kvæðið um veginn
o.fl. o.fl.
Já ég gafa þér ekki upp mína túlkun á þessu ljóð því það er nokkuð augljóst hvað þú ert að fara með það og úr því ég slæ ca. 30 orð á mín. nendi ég ekki að benda á það augljósa. Svo sagðir þú að ég væri ófrumlegur með Myrkrið og birtuna. Þessi boðskapur er síður en svo frumlegur en eins og hún amma er vön að segja góð vísa er aldrei of oft kveðin. Mér finnst þetta ljóð gott af mörgum ástæðum
a)jú ég er hrifinn af Steinari og vísuninni
B)sagan um manninn sem gegnur sama veg og þeirra sem á undan honum fóru og dó er frábær.
c)ljóðið þitt færði mér nýja vídd á boðskapinn
d)ég hef sjáfur skrifað ljóð með vísun í sama ljóð
e)Ég er akúrat þessi típa sem fer gegn aldrei á veginum víðfarna
f)mér finnst en fleiri í nútímum fara þenna úttroðna slóða þar sem allir reyna að vinna í lífgæðakapphlaupinu sem enginn getur unnið.
ég bara hreinlega nenni ekki að skrifa meir en engu að síður frábært ljóð
Það kom mér bara á óvart að þú skyldir ekki nefna vísunina strax, ég veit að þú lest Stein og þú átt að minnsta kosti eitt ljóð sem ber þess mjög skýr og greinileg merki. En jú, augljóslega er beina vísunin í Malbik og hitt bara útfærsla á þessari vegur-líf pælingu. Með veginum eina var ég bara að vísa í ‘veg allra vega’ í Malbiki.
Frumleiki er langt frá því að vera mín sterkasta hlið, mig bara… ég veit ekki, mig bara skortir hann, sem mér finnst mjög leiðinlegt. En hvað um það, takk fyrir að gefa þér tíma í þetta, þetta voru örugglega 4-500 orð, það hefur tekið smá tíma ;)
0
já það tók sinn tíma og ásláttarvillurnar eftir því (kallaði Stein Steinarr meðal annar tvisar sinnum Steinar(vona að það hafi engan móðgað)). Ég er hrifinn af þessu ljóði þínu.
Og þig skortir alls ekkert frumleika það hefur þú sýnd með öðrum ljóðum þínu
0