Ég tek undir þetta með þér að flestu leyti nema einu. Það er eitt smáatriði sem fór svolítið í mig þegar ég las ljóðið upphátt. Í 2. línu kemur fyrir þrisvar -ta-…má vera að höfundur sé að reyna skapa hljóðmynd, en til þess finnst mér seinni tvö -ta-'in standa of þétt. Ég hef reyndar ekki neinar sérstakar uppástungur um betra orðaval eða góðar lausnir. Fannst bara rétt að benda á þetta, þó svo að þetta sé ósköp mikil sparðatínsla. En hvað um það, Glúbbi, þú pælir í þessu!