Hvað ef
Hvað ef lífið okkar sé bara bíómynd
ætluð til afþreyingar skapara okkar,
henni varpað upp á hvíta tjaldið
undir nafninu:
gleði og sorg í landinu hvíta
og sýnd á sunnudegi
í sal B í kvikmyndahúsi guðanna.
Svo sitja þeir þar allir
Búdda, Óðinn, Allah og Þór
með poppkorn og kók
því þeir eru fyrir svona sorglegar ástarmyndir
sem enda með sambandsslitum
en þær verða þó að hafa vott af kaldhæðni.
Í sal C er Jehóva að spjalla
við Seif yfir stórmyndinni:
Alnæmsisbarn í Afríku,
en Jesú fór með Baldri hvíta
á barnmyndina:
Hvernig Bush gerðist guð.