Það er merkilegt að þú skulir nefna þetta með myrkrið sem hræðir en heillar. Þetta er svo sem ekkert frumleg pæling, Lovecraft var fyrir löngu búinn að henda svipuðu fram auk þess sem Freud skrifaði ritgerð sem hét Hið Ókunna og þar fjallaði hann m.a. um tengsl ótta og þess sem er heillandi.
Þessi upphafsetning…Það er eitthvað… ég er ekki alveg nógu hrifinn af henni, en því miður hef ég ekki neinar sérstakar úrlausnir. Það er hins vegar gaman að sjá hvernig þú spilar saman andstæðum, birtu og myrkri.
Það er innsláttarvilla í 3ju línu, úr > út, en ég held að orðið megi missa sín. Reyndar tel ég að 3ja erindi megi missa sín alveg, í það minnsta þurfi að endurskrifa það þannig að það sé í takt við ljóðið. Það er sem þú byrjir á nýju ljóði með sama þema þar. Má ekki t.d. stytta aðra línu umtalsvert til að hún kallist á við línu 2. í hinum erindunum?
Allavega, hér hefurðu nokkrar pælingar!