Út er komin ný ljóðabók eftir Norðfirðska ljóðskáldið Baj.
Þessi ljóðabók sem er gefin út í kilju hjá Pjaxa Ehf. inniheldur 45 ljóð og er 52 blaðsíður á lengd fæst hjá höfundi á alveg hreint frábæru verði eða aðeins 1500 kr.
Ef ÞÚ hefur áhuga á að fá eintak af þessarri sérstæðu ljóðabók þá geturðu sent mér skilaboð hér á hugi.is eða sent mér E-mail á bjorna@simnet.is með upplýsingum um nafn, Heimilisfang, póstnúmer og kennitölu og þú færð hana senda í póstkröfu innan þriggja daga.
Hér er eitt sýnishorn úr bókinni:
Einmana líf
Hér sit ég einn,
einmana
og vil vita hvert
ég er að fara.
Ég er fastur
á stað
sem ég þekki ekki,
stað sem ég vil
komast af.
Mér líður eins og
sardínu í dós,
er að kafna í eigin
hugsunum.
Hugsunum sem
gætu auðveldlega gert
meðalmanninn geðveikan.
Er að fá hausverk
á því að velta fyrir
mér lífinu.
Lífinu sem er
löngu farið frá
mér.
Kv.
Baj