Þú kona, sem fórst á undan
það er svo margt
sem mér þykir sjálfsagt
og ég gleymi alltaf að þakka þér.

Látum, í bili, liggja á milli hluta
rétt minn til stjórnmálaþátttöku,
möguleika mína í atvinnumálum,
rétt minn til að vera listamaður
og láta elda ofan í mig
og reyna við strák
og neita að strauja
og möguleika minn til að vera metin
að verðleikum.

Sá var tíminn að píkan þín
var ekki píka, heldur skömm.

Ég segi við hvern sem mig lystir:
„Mér finnst píkan yndisleg”
Þú hefur kannski þurft að hvísla
flóttalega að þorpslækninum:
„Ég hefi kláða í skömminni”