veröldin er sem vínrautt fljót sem allir synda í,
Fólk er þó misjafnlega vel synt eins og gefur að skilja.

sundtök þeirra eru misjöfn og ýmist góð eða slæm, margir rétt halda sér á yfirborðinu með klaufalegu marvaða sundi, á meðan aðrir fljúga áfram í venjulegu bringusundi. þeir sem synda skriðsundið þeytast fram úr hinum og kljúfa vatnið vel, margir þreytast þó fljótt.
Sumir halda sér ekki á floti og hjálpast til við það að lita fljótið rautt. Svitinn lekur niður þreyttar kinnar sundmannana. sumir eru að kaffæra öðrum á meðan aðrir synda björgunarsund.

á meðan sit ég á fögrum árbakka og undrast “afhverju ganga þeir ekki bara eins og ég”.