Það er sannarlega hægara sagt en gert að rýna þín ljóð á sama hátt og Pardusar, en það er vegna þess að þín eru fágaðri og vandaðri. En ok, ég skal segja þér allt sem ég hefði gert öðruvísi í þessu ljóði, vil þó ítreka að flest hefur með smekk að gera en ekkert annað eins og í Daníels tilfelli.
Þessi dagur er eins og líf* mitt;*
það er komið fram yfir hádegi*
og* ég hef afrekað ekkert*. (eða ekkert afrekað)
Í stað þess að (vinna, læra
eða taka til í herberginu mínu) *ekki hrifin af þessari upptalningu, þarna væri sniðugt að beita ýkjum og tala um að þú liggir í rúminu í stað þess að bjarga heiminum eða e-ð þess háttar.
ligg ég í rúminu* (þú sagðir ‘upp í rúmi’, það er rangt, rétt væri uppi í rúmi, en í rúminu finnst mér koma best út)
og geri ekkert*.
Þegar ég loksins (dröslast) *-færi betur að hafa bara ‘kemst’- á fætur
er mér litið út um gluggann.
Himinn er grár og jörðin frosin.
(Út af súldinni) *-þetta þarf eiginlega að laga, segja til dæmis ‘ég sé ekki til fjalla fyrir súldinni’ allavega alls ekki ‘út af’. sé ég ekki til fjalla.
Ég skríð því undir sæng *(Fyndist ‘Svo ég skríð aftur undir sæng’ eiginlega betra)
og held áfram að gera ekkert*
og vonandi tekst mér að gera ekkert*
þar til ég sofna á ný.
Annars er ég mjög hrifin af myndmálinu hjá þér í seinni hluta annars erindis.