Ég hef glatað rétti mínum til salernisferða
svo ég get ekki farið niður að kaupa kók.
Og þessum sólarhringslanga klukkutíma ætlar aldrei að ljúka.
Ég sit einn í auðn andleysis þíns,
í kringum frálsa sál mína
liggja sofnaðar sálir í fjötrum hugsunarleysis
og til þess þú heftir ekki mína
sem tekin er að syfja
lít ég ekki á töfluna þína
þar sem er ekki pláss fyrir ljóð
heldur aðeins fyrir formúlur, reglur og stærfræðidæmi.
Ég horfi út um gluggann
sé andvarann stríða greinum trjánna
og steypumót hangandi úr gulum krana
sveiflast í vindinum.
Ég vil ekki vera hangandi steypumót
í keðju
stjórnað af vindinum
ég vil ekki vera tré fast í jörð
og eina hreyfing mín blásturinn
sem leikur sér innan um greinar mínar
Nei,
ég vil frekar vera vindurinn
sem blæs burt hlekkjum hina sofnuðu sála.