Frá höfundi: veit ekkert af hverju ég samdi þetta yfirhöfuð, ætli maður kalli það
ekki innblástur, tek enga ábyrgð á geðröskunum orsökuðum af þessu ljóði, og já,
engin blóm voru meidd við gerð þessa ljóðs.

Endilega segja mér álit ykkar, er það ekki þannig sem maður verður betri, af því
að hlusta á gagnrýni?

Eitt blóm,
á miðju túni,
fagurt er það dafnar,
enn óútsprungið,
laust við þjáningu,
situr það og dafnar,
og starir út í milda nóttina.

Þá tekur morgunn við nóttu,
og nóttin kveður er hún fer,
morgunninn gælir við blómið,
og hjálpar því að dafna,
veitir því birtu og il,
alla þá umhyggju,
er blómið þarfnast.

Og sjá,
blómið út springur,
afhjúpar liti sína,
öðrum til ánægju,
baðar sig í ljósinu,
hverfandi rökkrinu,
og lýsir upp morguninn.

En þá kom dagur,
og börnin vakna,
hlaupa út,
fara að leika,
stíga á blómið,
óafvitandi - óviljandi,
enda þá hamingju…

er blómið veitti morgningum.