Líf og Hel.
Ef heimska og harka fær því að ráða
hugarins þróun stefni í skelfingarótta.
Verður kærleiksflótti því kenndin bráða
keyrir um þverbak í stjórn með þótta.
Við sjáum í bókum söguna tjáða
um sætleika lífsins á eilífum flótta.
Mér hugnast frekar bót en böl
betra líf og góðleika þróun.
Ástin og gæfan fást ekki föl
Fórnarkostnðurinn talinn sóun.
Lífstefnu leiðin er engum kvöl
Lífsyndi kærleiks öllum fróun.
Höfundur Nisir.