Kannski
Kannski dó ég í gær.
Ég veit það ekki með vissu.
En veröldin staðnaði,
Og ég fann hvernig fólk grét af söknuði.
Kannski fæddist ég í gær.
Ég veit það ekki með vissu.
En ég fann hvernig veröldin opnaðist
Og ég fann hvernig fólk hló af hamingju.
Kannski dey ég á morgun.
Ég veit það ekki með vissu.
En ég þó veit að öllum er sama.