sjáðu......
sjálfsagt, er orð sem ég fæ ekki skilið
því hvað er svo sjálfsagt sem vera ber
það að lifa er einstakt, og eitthvað svo gaman,
ég skil það þegar ég sé þig…
Þú skynjar heiminn, svo tæran og skýran
finnst allt vera svo yfirnáttúrulegt,
þú syndir í myndum sem svífa í hugann
og brosir svo innilega hlýr…
Litlu hendurnar snerta, þér finnst allt svo mikið fjör
og augun full af spurningum sem þyrstir í svör…
Þú sérð allt sem nýtt, því það er nýtt fyrir þér
og ég skynja hversu merkilegt allt er…því við hliðina á þér
er svo nýtt..og fallegt í svipnum á´þér…
og ég horfi og sé.
það er rétt hjá þér, því vissulega er lífið
eins og brotin skel,, ekkert er sjálfagt,
ekkert er hér til eilífðar,
svo horfi ég á þig
og augun þau ljóma,
takk fyrir að sýna mér hvað ´lífið er fallegt….