Hér um mann einn ég syng
sem má kalla ungling
í honum allt gott maður sér
og hann eignaðist son
sem að eignaðist von
og sú von það er ég sem stend hér
Viðlag:
Þetta var afi minn
hann afi gaf mér kossa á kinn
þó að líkaminn fer
þá um kjurt sálin er
og ég kveð þig nú afi minn kær
Margt í matinn hann hjó
hann í Bárðardal bjó
fékk við búskap og skósmíðar
bjó á Víðikeri
líkt og ég geri
Og svo vonandi mín börn síðar
Viðlag:Þetta var afi minn…
Heiðruð sé minning hans
við ákaft söknum þess manns
sem kenndi okkur margt um þennan heim
þó farinn á önnur mið
þú ert mér ávalt við hlið
og finnst þú ennþá svífa með mér um geim
Við lagið fram heiðanna ró
Ljóð eftir Karl Pálsson barnabarns Kjartans