á altari skáldagyðjunnar
færi ég fórnir mínar:

þúsund frosin tár
og eitt postulínshjarta
og öll þessi sundurlausu orð

sem vilja ekki festast
heldur renna milli fingra minna
líkt og sandur úr krepptum hnefa

———-því sumir hlutir eru svo miklir
———-að þeim veldur ekki nokkurt ljóð



(p.s. (ég hata að þurfa að setja leiðbeiningar með ljóði!!) strikin fyrir framan tvær síðustu línurnar eiga bara að tákna bil)