ýldufýla eigingirninar kæfir mig
enginn sér að ég mun deyja
öllum er sama um mig og þig
enginn sér, enginn spyr
hver mun þessari geðveiki breyta
ekki ég ekki þú, hver þá?
einhver verður mér að heita
kæfa niður ýldufýlu eigingirninar
nú mun ég heiminn kveðja
og halda á vit ævintýra
ekkert hungur mitt mun seðja
muldur hjarta mínu frá
hungur í ást
hungur í vitneskju
hungur í kunnáttu
hungur í allt
nú þegar ég farinn er
allt virðist bjart, allt er gott
hatrið í garð heimsins dvín
heilmikla ást ég finn
þegar allt er bjart
og ekkert nema ást
þá hverfur öll vitneskja og kunnátta með
ekkert nema ást
maður mun alltaf þurfa að velja og hafna
mikið þó það virðist lítið
enginn getur fengið allt frítt
fáránlegt sem það kann að virðast
þetta er lítið ljóð sem eg setti saman um daginn
kv. maggi