Í einu af úthverfum Helvítis
hýrist nú ein mögur sál, sjálfsagt
djúpt sokkin í ljúfar hugleiðingar
um stinna rassa og brjóstaskorur.
Í einni af kjallaraholum Þingholtanna
grætur önnur lítil sál, sjálfsagt
djúpt sokkin í kúkableyjur
og snýr hnífnum í sínu eigin sári.