Dansandi, talandi, hlæjandi, kastarðu höfðinu aftur og slærð hárinu daðurslega til.
Það er enginn, nema ég, sem sér sorgina í augunum, heyrir örvæntinguna í hlátrinum. Aðeins ég sem veit að trylltan dansinn stígurðu við dárana í höfði þér.
Glæsilegt, annars ákveðið stílbrot að hafa titilinn á öðru tungumáli, nema hann eigi að vera tilvísun. Drottning hraðans hefði alveg þjónað sama tilgangi.
Titillinn er eiginlega tilvísun í lag sem heitir þetta sama. Ég man ekki hver hljómsveitin er og efni ljóðsins tengist laginu í sjálfu sér ekki, en nafnið festist við ákveðið augnablik fyrir mér og ég gat bara ekki losað þetta tvennt í sundur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..