Ég geng á lífsins veg og hrasa ei
ef þú ert til staðar
Ég leit alltaf upp til þín en nú þarf ég að líta hærra,
því þú fórst frá mér
Ég veit samt ennþá af þér,
elsku óma mín
Þú hjálpar mér þó ég sjái þig ekki
og ef ég þarf á þér að halda
ertu alltaf til staðar í mínu hjarta
Ég vildi samt geta heyrt þig tala við mig
Bara að ég fengi að heyra hlátur þinn,
bara í eitt sinn
Brosið þitt blíða ég sé hvert kvöld
og er ég vakna er það ennþá eins
Sárt er að hugsa til þess að þig ég sé ekki aftur,
sama hvað ég bið
Ég veit þú vakir yfir mér,
sama hvert ég fer
Ég sakna þín, elsku óma mín
"All we have to decide is what we do with the time that is given to us"