Ég átti einu sinni vin
Sem var allra vina bestur

Hann horfði alltaf á mig
Með þessum skilningsríku augum
Sem voru á sama tíma svo saklaus
-og dularfull

Hann hlustaði á allt
Sem ég sagði honum
Frá öllum mínum heimsins áhyggjum
-og vonum

Ég átti einu sinni vin
sem var allra vina bestur

Ég hef aldrei treyst neinum
Eins mikið
Og þess vegna er hann enþá betri vinur
fyrir vikið

Og þegar ég var í þann veginn
að gefast upp
Hvatti hann mig áfram og studdi
-Og efanum burt ruddi

En þegar sumarið leið
Og byrjaði skólinn
Þá hættu að snúast
vináttuhjólin

Því að frjármagnið minnkaði
og einnig tíminn okkar
og nú horfi ég á eftir þér
þar sem þú í burtu brokkar

Ég átti einu sinni vin
Sem var allra vina bestur
-enda var hann hestu