silfurmáluð mjöllin myndar skafla
tunglið varpar ljósi sínu bjartar
stjörnur skríða hæglátar um himin
norðurljósin dansa kát um skýin
myrkrið magnar fegurð næturinnar
ég geng hér glaður undir fjallasýn…



faðir stendur leiður yfir foldu
frumburðurinn grafinn djúpt í moldu
stríðið blóðgar líka dáðadrengi…
mæður gráta sáran yfir sonum
hverfur hinsta ögn úr þeirra vonum
stríðið hefur staðið allof lengi…



silfurmáluð mjöllin myndar skafla
tunglið varpar ljósi sínu bjartar
stjörnur skríða hæglátar um himin
norðurljósin dansa kát um skýin

vindur hlýr um kinnar mínar gnæðir
meðan handan fjalla blóðið flæðir…
hjarta mitt í sólargeislum kætist
meðan handan fjalla martröð rætist…
sofna ég við tungsljós hlýr og glaður
meðan handan fjalla deyr einn maður…

handan fjalla aftur deyr einn maður…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.