Ungur maður bjó
Í húsi út við sjó
Björg sína úr því hann sér dró

Hann óttaðist fátt
Fann sjaldan fyrir vanmátt
Við Guð hann lifði í sátt

Að óttast afkomu hann þekti ekki
Sinn egin herra-laus við hlekki
Vann á sínu egin dekki

Gjöful mið altaf hann fann
Guð er góður sagði hann-
Dagin inn og út á meðan hann vann

En svo hætti sjórin að gefa
Við Guð hann birjaði að þrefa
Og í hjarta kvek-naði-ótti er hann ekki náði að sefa

Guð getur ekki verið góður
Ef hann lætur mig fara í tilgangslausan róður
Lætur mig draga þisling full netin er ég er þreittur og lafmóður
Neei-Guð hann er ekki góður

Ár eftir ár varla til hníf né skeiðar hann átti
Hann varð gamal og hélt sama hátti
Guðs orð hann ekki heira mátti

Og á bana beði sínu
Leið hann kvöl og pínu
Hugsandi um gömlu miðin fínu

Jafnvel ekki rétt áður en hann dó
Gat hann í hjarta fundið frið né ró
Hann taldi sig sjá Guð og hann bara af honum hló