Hún segir mér að óttast ei
og líta á allt björtum augum.
og segðu við þið: “Ég er falleg mey”
annars ferð þú á taugum.
Gleði ég fyllist og iða af lífi
er ég heyri þessi góðu orð.
Þessi hugsunarháttur nýi
gæti komið í veg fyrir sjálfsmorð.
Elska skaltu sjálfan þig
fólk mun taka eftir því.
Menn munu spyrja sjálfa sig:
Hún geislar eins og sólin, en hví?
Fagrar hugsanir geta lífinu breytt
ef þú brosir brosa allir við þér.
Það sjúkdómum og hörmungum getur eytt,
á óvart muntu koma mér.
Ég finn til, þess vegna er ég