Ástin
Hún er merk og mikilsverð
manninn ástin blessar.
Þú unaðsþrá í brjósti berð
er bugar sálir hressar.
Allra ást af guðum gerð
ganga leiðir þessar.
Í trega raunum angist rís
riðlar vana lífi.
Söknuð frekar kargur kýs
kenndir burtu rífi.
Bjálkahafi forðast flís
í freku heimsku kífi .
Hvar finnst sá sem engin ann
og fáa vildi gleðja.
Einmana sálin fösun fann
fagnandi í sambúð steðja.
Ástarhrollur um rásir rann
reisn mun engann seðja.
Eitt er grundað annað girnd
ganga saman pörin.
Svörun kennda fráleitt fyrnd
fögur brúðar slörin.
Aldrei verður ástin hyrnd
unun markar förin.