Kópavogur stækkandi bær
Velkomin hingað verðugi gestur
vonandi setjist öll hér að.
Í vinar birtu er granninn bestur
brosmilt þeirra gæsku hlað.
Sáttmálar vina á fundum festur
fært í bók á skrifað blað.
Digranes nýtur háls og hæðar
héðan byggt til allra átta.
Kunnur bær úr smiðju smæðar
smátt er hægt um hluti þrátta.
Um vagna Kópavogsins æðar
villtust gestir fyrri þátta.
Frá Káranesi til Elliða odda.
engist byggðin holt og bolt.
Fossavogur með gil og grodda
Garðabyggðir nes og holt.
Þrengja að kópum líkt og kodda
krumpaðan af byggða skolt.
Fyrstu húsin fengu keim
frágang vantaði hér og þar.
Tautandi smiður trítlar heim
tilboð kannar og greiningar.
Verklok drógust vítt um geim
viljan skorti í fyrra far.
Nú er frágangs tíminn tekinn
takmörk sett á verkin öll.
Trassinn í restar verkin rekinn
reysir hver þar drauma höll.
Umvöndunar skortur skekinn
skipulag fer um víðan völl.