Líf þitt gæti verið
hylur á leið til sjávar
sem hafdjúpið hylur
og myrkur niðri
málar svörtu
yfir sjáöldur þín
og loka alheiminn úti
en hugurinn sér hann samt
og vefur haldreipi
til að grípa í
svo vonarglæta líður upp
eins og loftbólur
í átt til ljóssins
—–