.
Frumherjar höfðu fremd og þor
forystulið af hreysti mannað.
Margur sótti í fisk og slor
frumbyggja þarfir og annað.
Stundum herjaði kvef með hor
en hósta smit var bannað.
Dæmigert fólk og dugnaðar hópar
deildu hér kjörum í bræðralagi.
Sameign í verki á samvinnu hrópar
sum húsin rísu með glerið í fagi.
Björgun í stormi barnsminni grópar
bundið er þakið með vírastagi.
Í Kópavogi er margra minnst
menn sem sýndu kjark og dug.
Er norðan áttin þrýstir þynnst
þagnar gnauð og lyftir flug.
Jón úr Vör hér kannski kynnst
Kársnes Dís með frjóan hug.
Í landa merkjum listamanns
ljóðmagnaðist þankagangur.
Smæðin tafði ei hugsun hans
hingað spottinn þótti langur.
Hans var líf ei glamúr glans
getinn heima þyrstur svangur.
Stór er bærinn og stækkar enn
stanslaust beðið um lóðir.
Rætur hér festu framsýnismenn
framkvæmdaglaðir og góðir.
Án Kópavogs mun sveitin senn
soðin og matreydd við hlóðir.
Teygðist byggð um holt og hæðir
húsaraðir í breiðum línum.
Hugsjón fólksins hjarta bræðir
hver og einn að vilja sínum.
Hvað frumkvöðla getuna glæðir
gagnast hún lífskjarna fínum.
Bærinn getur verndað sveita sælu
samstillt hópa að njóti allir náðar.
Kærleik þeir fundu í guðsins gælu
gruflandi andans ljóða snáðar.
Dáðanna kross í dinglandi nælu
dáðlegar Orður í barma skráðar.