Ástarsaga
Hittumst að vetrarkvöldi á
og dönsuðum saman út nóttina þá.
Næsta kvöld við hittumst aftur
í okkur var þá meiri kraftur.
Með hita í hjarta hreyfðum leggi
Við vanga þinn ég strauk mínu skeggi.
Framhjá örlögunum enginn sneiðir
en samt um tíma skildu leiðir.
Að lokum náðum aftur saman
yndislega var það gaman.
Sumarið færði góðar stundir
og margir urðu ástarfundir.
Hituðum hvort öðru af brennandi þrá
því enga aðra vildum fá.
Að hausti tjáðum okkar ástir
aldrei hef átt meiri djásnir.
Svifum um á bleiku skýi
en lifðum þó í hreinni lýgi.
Því bæði tvö við vissum það
að leiðir myndu skiljast að.
Saman síðustu nóttinni eyddum
og yfir okkur drauma breiddum.
Elskuðumst þá að síðasta sinni
og lofuðum að ástin yrði aldrei minni.
En sem tíminn leið þá ástin fór,
og hjörtun hættu að slá í kór.
—————————————-
Höf: vulkanus